Séra Jón Ásgeir leysir af í tveimur prestaköllum

Eins og kunnugt er tók séra Elínborg Sturludóttir í vor við embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík. Nú hefur biskup sett séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, eiginmann séra Elínborgar í Stafholti, til að leysa séra Þorbjörn Hlyn Árnason á Borg af í níu mánaða námsleyfi sem hefst í september í haust. Jafnframt hefur Jón Ásgeir verið settur prestur í hálfu starfi í Stafholti til vors.

Líkar þetta

Fleiri fréttir