Landsmót hestamanna hefst á sunnudaginn

Landsmót hestamanna fer fram í 23. sinn í byrjun næsta mánaðar. Það hefst sunnudaginn 1. júlí og stendur til 8. júlí. Mótið verður haldið á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Er þetta í 23. sinn sem mótið er haldið, hið fyrsta var haldið á Þingvöllum árið 1950.

Mótið er einn stærsti íþróttaviðburður sem fram fer á Íslandi. Þar etja bestu knapar og hestar landsins kappi auk þess sem sýnd verða kynbótahross og gæðingar. Þá er skemmtidagskrá fyrir allan aldur fyrir landsmótsgesti. Lögð er áhersla á skemmtilega dagskrá fyrir börn og þeim gefinn kostur að komast í návígi og snertingu við hestana.

Líkar þetta

Fleiri fréttir