Hálendisvaktin hefur í mörg hundruð tilfellum komið ferðafólki til aðstoðar. Ljósm. úr safni.

Hálendisvaktir björgunarsveitanna hefjast í dag

Á 50 stöðum á landinu standa félagar Í björgunarsveitum og slysavarnadeildum vaktina í dag og ræða við ferðamenn og fræða þá um ábyrga ferðahegðun og dreifa til þeirra fróðleik. Dagurinn í dag markar einnig upphaf hálendisvaktar Slysavarnafélagsins Landsbjargar þetta sumarið og klukkan 16:00 í dag leggur fyrsti hópurinn af stað á hálendisvakt.

Þetta er þrettánda sumarið sem Landsbjörg heldur úti verkefninu og mun það nú standa út ágúst. Markmiðið með verkefninu er að sinna forvörnum með því að leiðbeina og aðstoða ferðamenn ásamt því að stytta viðbragð björgunarsveita komi til útkalla á hálendinu. Á hverju sumri taka um 200 manns þátt í verkefninu og sinna rúmlega 2.000 útköllum, margir nýta þannig hluta af sumarfríinu sínu og standa vaktina í góðum félagsskap í viku í senn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir