Flamenco tónleikar í Landnámssetrinu

Í tilefni af Brákarhátíð verður Reynir Hauksson Flamenco gítarleikari frá Hvanneyri með tónleika í Landnámssetrinu í Borgarnesi á sunnudaginn, 1. júlí klukkan 20:00. Reynir býr í Granada á Spáni og starfar þar sem Flamenco gítarleikari en það heyrir til tíðinda að Flamenco tónlist sé flutt á Íslandi. Draumur hans er að kynna og tengja þessa mögnuðu list við Ísland og á tónleikunum mun hann flytja þekkt Flamenco verk frá Andalúsíu í bland við eigin tónsmíðar. Þá heldur Reynir einnig tónleika í Akranesvita laugardaginn 7. júlí klukkan 17:00.

Aðgangseyrir er 2.000 krónur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira