Skjáskot af mynd sem David Beckham birti á Instagram-síðu sinni í dag.

Beckham við veiðar í Norðurá

Knattspyrnumaðurinn David Beckham hefur í dag deilt fáeinum myndum á Instagram síðu sinni, í svokallaða sögu, þar sem hann er við veiði í Norðurá í Borgarfirði. Svo virðist sem hann sé þar ásamt vini sínum Björgólfi Thor Björgólfssyni en þeir vinirnir veiddu einmitt saman í Langá fyrir tveimur árum. Ef marka má myndirnar frá David Beckham líkar honum mjög vel við Ísland en við eina myndina skrifar hann að þrátt fyrir að Íslendingar hafi dottið út af HM karla í knattspyrnu elski hann samt Ísland.

Líkar þetta

Fleiri fréttir