Ás SH öslast til lands. Ljósm. af.

Áttu í basli á leið til lands

„Stóri sunnan“ kom með skelli á norðanvert Snæfellsnes um hádegisbilið í gær, eins og spáð hafði verið. Nokkrir strandveiðisjómenn höfðu róið til fiskjar til þess að reyna að ná skammtinum áður en veðrið skylli á. Sjómenn þurfa þessa dagana að sækja nokkuð langt eftir eftir góðum afla. En þrátt fyrir að slæmt veður á landleið komust allir heilir til hafnar og á þessari mynd má sjá bátinn Ás SH koma að landi í brælunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir