: Guðrún Alda Gísladóttir og Birna Lárusdóttir eru hluti af teyminu sem hefur unnið að uppgreftrinum síðustu vikur.

Uppgröftur hafinn á fornum skála í Ólafsdal

Innarlega í Ólafsdal í Gilsfirði má nú sjá greinilega móta fyrir veglegum vegghleðslum aldagamals skála. Skálinn og aðrar tóftir fundust óvænt í fyrra við skráningu á minjum frá tíma búnaðarskólans sem var starfræktur í dalnum árin 1880-1907. Síðastliðnar vikur hefur þarna verið um sex manna hópur fornleifafræðinga frá Fornleifastofnun Íslands sem hefur unnið að því að grafa upp ríflega 20 metra langan skálann. Birna Lárusdóttir hefur haft umsjón með verkefninu en það var jafnframt hún sem upphaflega rak augun í rústirnar á loftmynd.

Frá því að Skessuhorn greindi frá óvæntum fundi minjanna síðastliðið sumar hefur ýmislegt komið í ljós. Í haust var grafinn könnunarskurður í gegnum miðjar rústirnar sem lenti einmitt á langeldinum. Þaðan voru tekin öskusýni sem voru send til Glasgow til frekari rannsókna. Þau leiddu það í ljós og renndi stoðum undir þær getgátur að þarna hafi verið búið fljótlega eftir landnám, líklega á 9. eða 10. öld. „Það er greinilegt að húsið hefur verið endurbyggt oftar einu sinni og bætt við það sem bendir til þess að hér hefur verið búið um nokkurn tímann,“ segir Birna. Þrátt fyrir það er ekki vitað um neinar heimildir um að þarna hafi verið búið. „Bæjarstæðið er frekar sérstakt á margan hátt. Þetta er frekar innarlega í dalnum við nokkuð þröngar aðstæður og við sjáum allavega ekki í dag neitt áberandi túnstæði hérna. Hérna í kring eru þó ýmsar tóftir sem geta ef til vill sagt okkur eitthvað um hvað fólk hafi viðhafst hérna,“ segir Birna um legu skálans.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir