Ella María Gunnarsdóttir. Ljósm. glh.

Undirbúningur fyrir Írska daga á Akranesi kominn vel af stað

Írskir dagar verða á Akranes 5.-8. júlí næstkomandi. Það er Ella María Gunnarsdóttir, forstöðumaður menningar- og safnamála, sem sér um að skipuleggja hátíðina í ár og er undirbúningur kominn langt á leið. „Það gengur vel að skipuleggja. Við erum með aðeins meira af írsku í boði þetta árið sem ég er virkilega ánægð með,“ segir Ella kát við blaðamann Skessuhorns þegar rætt var við hana í veðurblíðu við Byggðasafnið í Görðum í síðustu viku.

Tekið verður þjófstart á hátíðarhöldin á þriðjudegi þar sem leikhópur frá leikfélaginu á Hólmavík mun koma og sýna verkið Halti Billi sem er eftir breska/írska handritshöfundinn Martin McDonagh. „Það sem er svolítið skemmtilegt við leikhópinn að hann er nánast allur rauðhærður og passa því vel inn í írska þemað hjá okkur,“ segir hún hlæjandi. „Svo verða Slitnir strengir með tónleika á miðvikudeginum þannig að það verður nánast öll vikan undir hjá okkur í ár,“ bætir Ella María við.

Sjá ítarlega dagskrá og auglýsingar um Írska daga í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir