Sumarmarkaður á Breiðabliki um helgina

Sumarmarkaður Sveitamarkaðarins Breiðabliki verður haldinn í Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi, dagana 30. júní – 1. júlí næstkomandi. Markaðurinn verður opinn milli kl. 12:00 og 17:00 báða dagana.

Þar verður á boðstólunum heimaunnið handverk og matvörur beint frá bændum í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Kjötvörur, sultur, prjónavörur, handspunnið band, brjóstsykur, salat, egg og heimabakað svo fátt eitt sé nefnt.Vöfflukaffið verður að sjálfsögðu á sínum stað.

Vonumst til að sjá sem flesta í sumarskapi, hvernig sem viðrar.

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir