Skagfirskar konur í skemmtiferð um Snæfellsnes

Konur í Kvenfélagi Ólafsvíkur fengu nýverið góða gesti þegar þær tóku á móti rúmlega 30 skagfirskum konum sem voru á ferðalagi um Snæfellsnes. Fóru þær í Stykkishólm, ferð um Breiðafjörð og til Bjarnarhafnar áður en haldið var til Ólafsvíkur. Kvenfélagskonur í Ólafsvík buðu þeim upp á fiskisúpu, heimabakað brauð og annað meðlæti. Var mikið spjallað og hringt var í konur úti í bæ svo þær gætu komið og hitt gamlar skólasystur og ættingja. Konurnar skoðuðu Ólafsvíkurkirkju áður en þær héldu af stað suður fyrir nes þar sem áætlað var að skoða Djúpalónssand og fleira áður en ferðinni yrði haldið áfram.

Líkar þetta

Fleiri fréttir