Lifandi tónlist flutt í Akranesvita

Nemendur úr Tónlistarskóla Akraness skipta með sér vikum í sumar þar sem þau spila lifandi tónlist í Akranesvita á Breiðinni. Nemendurnir sem spila hverju sinni fá þá að taka sér pásu frá vinnuskólastörfum og fara í staðinn eftir hádegi og spila í Vitanum frá klukkan 13 til 16 fyrir gesti og gangandi. Núna, vikuna 25.-29. júní, eru þær Guðrún Karítas Guðmundsdóttir og Hekla María Arnardóttir sem taka vaktina í vitanum og segja þær þetta vera skemmtileg tilbreytingu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir