Glennurnar nýttar til heyskapar

„Það þýðir ekkert annað en að nota hvert tækifæri sem gefst,“ sagði Þorgrímur Einar Guðbjartsson bóndi á Erpsstöðum í Dölum, þegar blaðamaður hitti hann úti á túni í gær við heyskap. Tíð hefur verið afar óhagstæð til heyskapar um vestanvert landið það sem af er sumri, en Þorgrímur hefur gjörnýtt þá tvo daga sem hangið hefur þurrir fram að þessu; miðvikudagana 20. og 27. júní, í gær. „Þrátt fyrir að jörðin sé rök borgar sig að slá strax og tækifæri gefst. Ég er fyrir löngu hættur að snúa heyinu, er með knosara á sláttuvélinni, slæ að kvöldi, garða svo daginn eftir og bind um kvöldið.“ Þetta tókst vel því um miðnætti í gær, þegar ekið var um Miðdalina, var hann búinn að rúlla heyinu og pakka.

Líkar þetta

Fleiri fréttir