
Fimmtíu ára útskriftarafmæli Varmalandsmeyja
Dagana 13. – 15. júní sl. kom saman föngulegur hópur kvenna sem útskrifaðist fyrir réttum fimmtíu árum frá Húsmæðraskólanum á Varmalandi. Skólinn var á sinni tíð vinsæll og hann sóttu konur víða af landinu. Fjórir af kennurum skólans slógust í hópinn þannig að hópur kvenna taldi 30 en 50 með mökum. Kennarar voru þær Rósa Finnsdóttir, Katrín Hjálmarsdóttir, Snjólaug Guðmundsdóttir og Elín Magnúsdóttir. Steinunn Ingimundardóttir sem var skólastjóri fyrir fimmtíu árum er látin. Hópurinn kom saman á fimmtudeginum á heimili Svövu Kristjánsdóttur og Péturs Jónssonar á Hvanneyri og var boðið upp á súpu og brauð. Gist var á Hótel Sól á Hvanneyri.
Nánar í Skessuhorni vikunnar.