Danshópurinn Sporið sýndi um borð í skemmtiferðaskipi

Danshópurinn Sporið af Vesturlandi hefur æft og sýnt þjóðdansa um árabil. Hópurinn hefur víða komið fram í gegnum tíðina, hér heima og erlendis. Hópurinn er því býsna vinsæll en til marks um það er hann bókaður á um þrjátíu viðburði á þessu ári. Síðastliðinn mánudag fór danshópurinn ásamt Gísla S Einarssyni harmonikkuleikara um borð í skemmtiferðaskipið Le Lapérouse þar sem það lá í Reykjavíkurhöfn. Þar var dansað fyrir fólk frá þremur löndum, sýndir sjö dansar með fróðleik um þá inn á milli. Áheyrendur kunnu vel að meta sýninguna og að fá að kynnast íslenska menningararfinum með þessum hætti. Myndin er tekin á sviðinu fyrir sýningu. Skipið Le Lapérouse er nýtt fimm stjörnu farþegaskip og kom frá Noregi í jómfrúarferð sinni um norðurhöf.

Líkar þetta

Fleiri fréttir