Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri. Ljósm. glh.

Bjarni segir frá þróun heyskaparhátta á Íslandi í nýjustu bók sinni

Bókin Íslenskir heyskaparhættir, eftir Hvanneyringinn Bjarna Guðmundsson, kemur út laugardaginn 7. júlí og mun hann kynna þetta nýjasta verk sitt á Hvanneyrarhátíðinni sem fer fram sama dag á Hvanneyri. „Bókin á að gefa dálítið yfirlit yfir það hvernig heyskaparhættir Íslendinga hafa þróast frá byrjun vega til dagsins í dag,“ segir Bjarni um bókina sína. „ Þetta er byggt á því að ef við hefðum ekki aflað heyja og verkað hey og geymt hefðum við sennilega ekki getað lifað í þessu landi. Heyskapur var svo mikill hluti af starfi fólks langt fram á síðustu öld. Alveg frá 10.-12. júlí fram að göngum að hausti þá gerðu menn lítið annað en að glíma við heyskap og þetta var allt saman unnið með höndunum. Nú er þetta þannig að þú þarft aldrei að grípa til heytuggu, varla finna lykt af því. Þú situr bara í traktor,“ bætir Bjarni við.

Sjá nánar spjall við Bjarna um nýju bókina í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir