Æskuvinir og félagar. Vignir Jóhannsson myndlistarmaður og blaðamaðurinn Haraldur Bjarnason sem heimsótti Vigni til Óðinsvéa.

Vignir Jóhannsson sýnir í Óðinsvéum

Vignir Jóhannsson myndlistarmaður frá Akranesi, sem búsettur hefur verið í Danmörku síðustu sjö ár, opnaði í byrjun mánaðarins sýningu á verkum sínum í Nordatlantisk hus í Óðinsvéum í Danmörku. Á sýningunni sýnir Vignir málverk sem hann hefur málað síðasta árið. Sýninguna nefnir Vignir „Tid og sted“ eða upp á engilsaxnesku „A time and a place“ sem útleggja má sem „Stund og stað“.

Benedikt Jóhannsson, sendiherra Íslands í Danmörku, opnaði sýninguna að viðstöddum gestum þann 7. júní sl. í Nordatlantisk hus við höfnina í Odense en því húsi er ætlað að kynna menningu og þjóðararf Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga. Sýningin stendur yfir til 24. ágúst nk.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir