Skólar mega ekki birta persónuupplýsingar á Facebook

Foreldrar leikskólabarna á Akranesi fengu fyrir stuttu síðan tilkynningu þess efnis að ekki væri lengur heimild til að halda úti Facebook-síðu fyrir skólana. Slíkt væri óheimilt samkvæmt nýjum persónuverndarlögum sem samþykkt voru á Alþingi 13. júní síðastliðinn. Valgerður Janusdóttir, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Akraneskaupstaðar, segir að þetta eigi við um alla leik- og grunnskóla, ekki aðeins á Akranesi, heldur landinu öllu.

„Grundvallaratriðið er að við innleiðngu nýrra persónuverndarlaga verða öll okkar vinnslukerfi sem varðveita persónugreinanlegar upplýsingar að vistast innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ segir Valgerður í samtali við Skessuhorn. „Fyrst og fremst á þetta við um myndbirtingar og aðrar persónugreinanlegar upplýsingar, en myndir sem birtar eru á Facebook eru eign fyrirtækisins og vistaðar í Bandaríkjunum,“ bætir hún við. „Mér sýnist þetta verið hið besta mál. Nýju lögunum er fyrst og fremst ætlað að vernda börn og fjölskyldur þeirra. Við vitum ekki hvernig framtíðin lítur út og verðum að fara að öllu með gát því þarna eru upplýsingar um einstaklinga sem geta ekki tjáð vilja sinn eða varið sig.“

Nánar er fjallað um þetta í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir