Grunnskólinn á Reykhólum.

Opinn fundur í kvöld um endurbætur á Vestfjarðavegi

Í kvöld klukkan 20 hefur Reykhólahreppur boðað til opins fundar í Grunnskólanum á Reykhólum þar sem skipulag og væntanleg veglagning verður til umræðu. „Endurbætur á Vestfjarðavegi þola enga bið. Til þess að ná megi sátt og koma þannig í veg fyrir tafir fékk sveitarstjórn Reykhólahrepps norsku verkfræðistofuna Multiconsult til að rýna tillögur Vegagerðarinnar að legukostum.  Niðurstöður rýninnar verða kynntar á opnum fundi í grunnskólanum á Reykhólum, miðvikudaginn 27. júní, frá 20 – 22,“ segir í tilkynningu frá sveitarfélaginu.

„Endurbætur á veginum eru mikilvægt hagsmunamál fyrir alla íbúa Vestfjarða. Málið hefur tafist af ýmsum ástæðum, sem flestar eiga rætur að rekja til umhverfisáhrifa eða kostnaðar.  Sveitarstjórn þykir því mikilvægt að sem best yfirsýn og fullviss ríki um að sá kostur sem verður fyrir valinu sé skynsamleg málamiðlun. Allir sem hafa áhuga eru hvattir til aðkoma á fundinn og kynna sér niðurstöður norsku sérfræðinganna.  Í framhaldi af kynningunni mun sveitarstjórn taka endanlega afstöðu,“ segir í tilkynningu frá sveitarstjórn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir