Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri. Ljósm. arg.

Líklega eini bæjarstjórinn sem býr hjá afa og ömmu

Jakob Björgvin Jakobsson er nýráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmi. Hann er fæddur og uppalin í Hólminum þar sem hann bjó til 16 ára aldurs. Þá fluttist hann búferlum með fjölskyldu sinni á Suðurland og hóf nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands. Jakob lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði um árabil sem verkefnastjóri á skatta- og lögfræðisviði Deloitte, en áður starfaði hann sem lögfræðingur m.a. hjá Skattrannsóknastjóra ríkisins og Skattstjóranum í Reykjavík. Jakob er stofnandi Arctic lögfræðiþjónustu, þar sem hann starfaði sem lögmaður þar til Arctic lögfræðiþjónusta og Opus lögmenn sameinuðust og var Jakob meðeigandi Opus lögmanna þar sem hann veitti fyrirtækja- og skattasviði forstöðu.

Sjá viðtal við Jakob Björgvin í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir