Kom skemmtilega á óvart að vera boðið starf sveitarstjóra

Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar og tekur við starfinu um næstu mánaðamót. Linda er fædd og uppalin á Akranesi en flutti í Borgarfjörðinn árið 1994 þegar hún hóf nám í rekstarfræði við Samvinnuskólann á Bifröst og Karvel L. Karvelsson, eiginmaður hennar, hóf nám á Hvanneyri. Að námi loknu fluttu þau ásamt tveimur börnum sínum að Hýrumel í gömlu Hálsasveit árið 1999 og Linda tók til starfa á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar. Árið 2003 var Linda ráðin sem sveitarstjóri og gegndi því starfi allt þar til sveitarfélagið sameinaðist Borgarbyggð árið 2006. Linda varð þá fjármálastjóri Borgarbyggðar til ársins 2011. Þá breyttust aðstæður þeirra hjóna og þau fluttu til Akraness og Linda tók til starfa hjá Landsbankanum. Á síðasta ári sá hún auglýst laust starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit og sótti um og tók þar til starfa í júlí fyrir rétt um ári. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Lindu fyrir helgina og ræddi við hana um ráðningu hennar í stöðu sveitarstjóra og það sem framundan er í Hvalfjarðarsveit.

Rætt er við Lindu Björk í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir