Fyrrum bæjarstjóri í Grundarfirði tekur aftur til starfa

Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin í stöðu bæjarstóra í Grundarfirði og mun hún hefja störf strax eftir verslunarmannahelgi. Björg er ekki ókunnug starfinu en hún gegndi stöðu bæjarstjóra í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Síðustu tólf ár hefur hún starfað sem ráðgjafi hjá Alta ráðgjafarfyrirtæki í starfsstöð fyrirtækisins sem hún stýrir í Grundarfirði. Blaðamaður Skessuhorns hitti Björgu fyrir helgi og ræddi við hana um lífið og bæjarmálin.

Ítarlega er rætt við Björgu í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir