Aukinn kostnaður vegna samninga og veikinda

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar í síðustu viku voru lögð fram gögn með samanburði á rekstri fyrstu fimm mánuð ársins við fjárhagsáætlun 2018. Fram kom að almennt var rekstur sveitarfélagsins í góðu samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Langtímaveikindi hafa þó haft áhrif á rekstur einstakra stofnana. Niðurstöður úr kjarasamningum félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa einnig áhrif á rekstur ársins sem nemur um 25 m.kr. eða um 40 m.kr. á ársvísu. Gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukins launakostnaðar vegna langtímaveikinda og áhrifa af niðurstöðum kjarasamninga kennara.

Líkar þetta

Fleiri fréttir