Talsvert löng röð bíla myndaðist í báðar áttir vegna óhappsins. Ljósm. glh.

Aftanákeyrsla við Leirársveitarveg

Bíl var ekið aftan á annan kyrrstæðan á þjóðvegi 1 við Beitistaði í Hvalfjarðarsveit skömmu fyrir hádegi í dag. Ökumaður fyrri bílsins hugðist beygja til vinstri inn á Leirársveitarveg og var að bíða vegna umferðar á móti þegar hinum bílnum var ekið aftan á hann. Þrennt var í bílunum og var fólkinu ekið til aðhlynningar á sjúkrahús. Enginn slasaðist þó alvarlega. Talsverðar tafir urðu á umferð meðan viðbragðsaðilar voru að störfum á vettvangi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira