Malbikað á Innnesvegi á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 27. júní, er stefnt að því að malbika aðra akrein á Innnesvegi á Akranesi og verður veginum lokað og hjáleiðir merktar. Búast má við lítilsháttar umferðartöfum, að sögn Vegagerðarinnar. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli kl. 08:00 til kl. 20:00. „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir