Skjáskot af vefsjánni. Hér hefur verið valið að sjá áningarstaði við vegi, staði á náttúruminjaskrá og gististaði á kortinu.

Hægt að skoða Vesturland í vefsjá

Vefsjá fyrir Vesturlands hefur verið gerð aðgengileg á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Innan skamms verður einnig hægt að skoða hana á heimasíðu Vesturlandsstofu, www.west.is.

„Vefsjáin hefur að geyma fjölmargar upplýsingar um Vesturland og er sérstakleg ahugsuð fyrir ferðamenn. Vefsjáin var unnin í tengslum við verkefnið Áfangastaðaáætlun Vesturlands DMP og er fjármögnuð af Sóknaráætlun Vesturlands,“ segir í frétt á vef SSV.

Vefsjáin er unnin af fyrirtækinu Hvítárósi ehf. Það er ungt fyrirtæki í landshlutanum sem sérhæfir sig m.a. í landfræðilegum gagnagrunnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir