Frá strandinu. Á myndinni má sjá Gretti BA og sjómælingaskipið Baldur. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll.

„Virðist ekki hafa notað opinbert sjókort“

Skessuhorn greindi frá því fyrir skemmstu þegar Grettir BA, skip Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, strandaði á grynningum skammt frá Stykkishólmi. Greint var frá því að ástæða strandsins hafi verið sú að grynningarnar hafi verið ranglega merktar inn á sjókort sem siglt var eftir.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, hafði samband við Skessuhorn í gær vegna þessa. Hann segir að svo virðist sem skipstjóri Grettis hafi ekki notað opinbert sjókort, sem sýni umrætt sker. „Landhelgisgæsla Íslands ber ábyrgð á útgáfu opinberra sjókorta. Þau eru gefin út á tvennu formi, sem prentuð sjókort auk þess að vera gefin út rafræn. Leiðréttingar á pappírssjókortum eru birtar í tilkynningum til sjófarenda og eru þær aðgengilegar á vef Landhelgisgæslunnar,“ segir Ásgeir.

„Það er á ábyrgð og í höndum skipstjórnarmann að uppfæra þau sjókort sem notuð eru hverju sinni. Það er gert annars vegar með því að leiðrétta þau samkvæmt tilkynningum til sjófarenda, eða að vera með áskrift að rafrænum uppfærslum, sé um opinber rafræn kort að ræða,“ segir hann. „Opinber sjókort sýna umrætt sker. Í þessu tilfelli var gefin út leiðrétting af umræddu svæði í byrjun febrúar á þessu ári,“ segir Ásgeir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir