Svipmynd úr Skorradal. Ljósm. Kristín Jónsdóttir.

Skógardagur í Skorradal

Á morgun, laugardaginn 23. júní, verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á Vesturlandi, en það eru Skógræktin, Skógræktarfélag Borgarfjarðar og Félag Skógareigenda á Vesturlandi. Skógardagurinn er liður í átaksverkefni sem nefnist Líf í lundi og halda Skógræktarfélag Íslands, Landssamband skógareigenda og Skógræktin utan um það verkefni. Tilgangur skógardagsins er að kynna fólki skóg og hafa gaman saman í fallegu og friðsælu umhverfi.

Dagskrá Skógardagsins í Selskógi stendur yfir frá klukkan 13:00 – 16:00. Boðið verður upp á brauð og drykki þar sem brauð verður bakað á grein yfir eldi, ketilkaffi, kakó og kalda drykki. Tálgunarnámskeið verður í gangi þar sem þátttakendur geta lært að búa til hluti úr skógarviði. Skógargönga verður farin þar sem fólk getur lært að greina tegundir trjáa. Reynir Hauksson flytur tónlist, Ása Erlingsdóttir leiðir leiki fyrir börn og happdrætti verður í boði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir