Linda Björk Pálsdóttir, nýr sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Ljósm. arg.

Linda Björk ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar

Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Tilkynnt var um ráðninguna á heimasíðu sveitarfélagsins í dag. Hún hefur starfað sem skrifstofustjóri Hvalfjarðarsveitar frá miðjum júlímánuði á síðasta ári.

Linda er rekstrarfræðingur að mennt og starfaði hjá Landsbankanum á Akranesi frá 2011 til 2017, síðast sem viðskiptastjóri. Þar áður var hún fjármálastjóri Borgarbyggðar 2006 til 2011 og sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit 2003 til 2006, en þar hafði hún unnið samfellt frá 1999. Starfsreynsla hennar í opinberri stjórnsýslu er því samtals um 13 ár.

Linda er gift Karvel L. Karvelssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn og tvö barnabörn.

Hún tekur við starfi sveitarstjóra af Skúla Þórðarsyni, sem verið hefur sveitarstjóri undanfarin fjögur ár.

Líkar þetta

Fleiri fréttir