Hvalskurður í gangi í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Ljósm. úr safni.

Hvalveiðar hafnar að nýju

Hvalveiðar hófust að nýju eftir tveggja ára hlé síðastliðið þriðjudagskvöld þegar Hval 8 var siglt til veiða. Tvö hvalveiðiskip verða gerð út í sumar, Hvalur 8 og Hvalur 9. Búist er við því að síðarnefndi báturinn haldi á miðin um helgina. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, stjórnarformanni Hvals hf., í Morgunblaðinu í dag að veðrið muni helst ráða hve margir hvalir verði veiddir. Vertíðin sé venjulega í kringum hundrað dagar að lengd.

Leyfi er til veiða á 161 langreyði á þessari vertíð. Auk þess leyfist hvalveiðimönnum að nota hluta af ónýttum kvóta síðastustu tveggja ára.

Líkar þetta

Fleiri fréttir