Diðrik á Helgavatni barðist ungur í síðari heimsstyrjöldinni:

Diðrik Vilhjálmsson fæddist í Þýskalandi árið 1927. Hann var aðeins tólf ára gamall þegar heimsstyrjöldin síðari skall á og mótaðist æska hans og uppvöxtur nokkuð af því. Að endingu var hann, eins og svo margir ungir menn, kvaddur í herinn og gegndi herskyldu síðustu mánuðina sem stríðið geisaði. Hann nam landbúnað og fluttist síðar til Íslands, nánar til tekið að Helgavatni í Þverárhlíð. Þar bjó hann ásamt Guðfinnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, til ársins 2007 og dvelur hann þar enn yfir sumartímann. Skessuhorn hitti Diðrik á heimili hans í Borgarnesi og ræddi við hann um stríðið, komuna til Íslands og margt fleira.

Sjá opnuviðtal við Diðrik Vilhjálmsson í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir