Baldri siglt frá Stykkishólmi í dag. Ljósm. sá.

Baldur siglir að nýju eftir bilun

Siglingar Breiðafjarðarferjunnar Baldurs eru hafnar að nýju eftir stutt hlé vegna bilunar. Verður skipinu siglt samkvæmt áætlun frá og með deginum í dag, að því er fram kemur á heimasíðu Sæferða.

Bilun kom upp í bátnum síðastliðinn föstudag og var undireins hafist handa við viðgerð. Varahlutur sem panta þurfti erlendis frá kom til landsins í gær. Viðgerð er lokið og skipið siglir samkvæmt áætlun í dag, milli Stykkishólms og Brjánslækar með viðkomu í Flatey.

Líkar þetta

Fleiri fréttir