
„Alltaf haft gaman af mat og eldamennsku“
Ari Jónsson Akurnesingur er nýkominn heim til Íslands frá Ítalíu þar sem hann aðstoðaði við framlag Íslands í einni virtustu matreiðslukeppni í heimi, Bocuse d‘Or. Hann, ásamt tveimur öðrum Skagamönnum, hjálpaði Bjarna Siguróla Jakobssyni að kalla fram dýrindis máltíðir fyrir framan dómara og áhorfendur og komust þeir áfram í lokakeppnina sem fram fer í Lyon í Frakklandi í janúar á næsta árið. Skagamennirnir sem aðstoðuðu Bjarna í keppninni voru, auk Ara, þeir Anton Elí Ingason og Ísak Darri Þorsteinsson.
Sjá spjall við Ara Jónsson í Skessuhorni sem kom út í dag.