Úthlutað úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Nýverið fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir þetta ár er 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og lítið eitt hærri upphæð í formi tölvubúnaðar. Styrkurinn skal nýttur í að þjálfa kennara til að búa betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur og skuldbinda sig til að hafa forritun sem hluta af námskrá skólans í að minnsta kosti tvö ár. Á Vesturland fá tveir skólar styrki; Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Grunnskóli Grundarfjarðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir