Varðskipið Þór með Akurey í togi. Ljósm. Landhelgisgæslan.

Undirlyftustöng gaf sig í Akurey

Það óhapp varð aðfararnótt mánudags að undirlyftustöng í aðalvélinni á ísfisktogaranum Akurey AK brotnaði. Varðskipið Þór dró skipið til hafnar og voru skipin komin til hafnar í Reykjavík um hádegisbil á þriðjudag. Að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra var togarinn staddur í kantinum norður af Patreksfirði þegar óhappið varð. Rúmur sólarhringur var eftir af áætlaðri veiðiferð en um 140 tonna afli var í lest skipsins. Gott veður var á svæðinu og gekk vel að koma dráttartóg yfir í skipið.

Gísli Jónmundsson, skipaeftirlitsmaður hjá HB Granda segir á vef fyrirtækisins að fljótlega eftir óhappið hafi verið drepið á aðalvélinni. Vélstjórar skipsins hafi kannað hvort orðið hafi meiri skemmdir en þeir eru vongóðir um að svo hafi ekki verið. Því er búist við að viðgerð ljúki fljótt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir