Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir var fjallkonan á Akranesi í gær. Ljósm. Myndsmiðjan.

Vantar nöfn á nokkrar fjallkonur

Á vef Akraneskaupstaðar má nú finna yfirlit yfir fjallkonur á Akranesi í gegnum tíðina, allt frá lýðveldisstofnun. Í yfirlitið vantar upplýsingar um fjallkonur nokkurra ára. „Ábendingar um það sem vantar í yfirlitið eru mjög vel þegnar sem og myndir af þeim fjallkonum þar sem þær vantar. Best er að fá ábendingar sendar á netfangið akranes@akranes.is,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Yfirlit yfir fjallkonur á Akranesi má sjá hér: http://www.akranes.is/mannlif/menning-og-sofn/fjallkonur

Líkar þetta

Fleiri fréttir