
Nýr Þorsteinn SH bætist í flotann í Ólafsvík
Þorsteinn SH, nýr bátur sem Nesver ehf. keypti nýverið, er kominn til heimahafnar í Ólafsvík. Að sögn Gylfa Scheving Ásbjörnssonar skipstjóra hafði Nesver átt minni bát með sama nafni áður en skipti á þeim báti og þessum nýja. Þorsteinn SH er af gerðinni Kleópatra 38 og er með 700 hestafla vél. Báturinn er útbúinn á handfæri og til netaveiða. Fyrir á útgerðin samskonar bát, Tryggva Eðvarðs SH. Þegar er byrjað að sigla Þorsteini SH til handfæraveiða og að sögn Gylfa hefur veiðin verið mjög góð og báturinn reynst vel í alla staði.