Fasteignamiðlun Vesturlands er fjölskyldufyrirtæki í eigu Soffíu Sóleyjar Magnúsdóttur. Hjá Soffíu starfa dóttir hennar og systursonur. Frá vinstri: Stefán Bjarki Ólafsson, Soffía Sóley Magnúsdóttir og Ragnheiður Rún Gísladóttir. Ljósm. aðsend.

„Það þurfa allir þak yfir höfuðið“

Mikil hreyfing hefur verið á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og að sögn Soffíu Sóleyjar Magnúsdóttur fasteignasala virðist ekkert lát á því í fyrirsjáanlegri framtíð. „Það hefur verið mjög mikið að gera, eignir eru að fara mjög hratt og það vantar alltaf fleiri á skrá,“ segir hún. Soffía hafði aldrei unnið við fasteignasölu þegar hún stofnaði Fasteignamiðlun Vesturlands fyrir 25 árum, þann 21. maí 1993. Draumurinn um að stofna fasteignasölu hafði þó blundað í henni í nokkurn tíma. „Það var eitthvað sem kviknaði innra með mér þegar ég keypti mína fyrstu fasteign 19 ára gömul og ég vissi að þetta var eitthvað sem mig langaði að gera, að selja fasteignir. Ég beið þó í nokkur ár og þegar tækifærið gafst opnaði ég mína eigin fasteignasölu,“ segir Soffía. „Ég stökk því beint í djúpu laugina og sé ekki eftir því.“

 

Opnaði skrifstofu í Borgarnesi

„Fyrst þegar ég opnaði Fasteignamiðlun Vesturlands langaði mig að selja fasteignir á öllu Vesturlandi, svona eins og nafnið gefur til kynna. Það gekk þó ekki alveg upp. Fasteignasalinn hefur alltaf þurft að skoða sjálfur allar eignir sem koma á sölu og ég gat ekki ferðast reglulega út á Snæfellsnes eða í Dali til að meta og skoða eignir. Ég byrjaði því bara hér á Akranesi.“ Í dag hefur Soffía fært úr kvíarnar og opnað skrifstofu í Borgarnesi í vor, auk þess sem hún er farin að taka á sölu eignir víðar í landshlutanum og í Reykjavík. „Aðstæður hafa breyst töluvert með tilkomu tækninnar og nú á ég auðveldara með þjónusta mikið stærra svæði og opnaði því skrifstofu í Borgarnesi,“ segir Soffía.

Nánar er rætt við Soffíu fasteignasala í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir