Sementsverksmiðjan á vígsludaginn. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness/ Ólafur Frímann Sigurðsson.

Sementsverksmiðjan er sextug í dag

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, eru sextíu ár liðin frá því Sementsverksmiðjan á Akranesi var vígð. Hinn 14. júní 1958 bar upp á laugardag og var vígsludagurinn mikill hátíðisdagur á Akranesi. Bygging verksmiðjunnar hafði þá staðið yfir um tveggja ára skeið.

Á baksíðu Morgunblaðsins birtist eftirfarandi klausa í tilefni dagsins, rituð af Oddi Sveinssyni, fréttaritara blaðsins á Akranesi: „Hátíðarbragur er á akranesi í dag vegna vígslu sementsverksmiðjunnar. Létt er yfir fólkinu og fánastengur í tugatali gnæfa við loft eftir endilöngum verksmiðjubyggingunum. Fánarnir blakta ákaflega í hvössum andvara og boða í sínu máli alhliða viðreisn í byggingum og mannvirkjagerð Íslendinga á ókomnum öldum.“

Meðfylgjandi mynd tók Ólafur Frímann Sigurðsson á vígsludaginn. Í dag lítur Sementsverksmiðjan töluvert öðruvísi út, enda stendur niðurrif hennar sem hæst eins og kunnugt er.

Líkar þetta

Fleiri fréttir