Ljósm. Hólabúð

Nýr veitingastaður opnaður á Reykhólum

Veitingastaðurinn 380 Restaurant verður opnaður á Reykhólum klukkan 16 í dag og verður opinn til klukkan 21. Staðurinn er rekinn af hjónunum Reyni Þór Róbertssyni og Ásu Fossdal en þau reka Hólabúð á Reykhólum. „Til að byrja með verðum við með sæti fyrir 24 en salurinn getur tekið 50 manns. Um helgina munum við bjóða upp á opnunarmatseðil og opnunartilboð en strax eftir helgi verður hægt að panta af fullbúnum matseðli,“ segir Reynir í samtali við blaðamann. „Við munum leggja áherslu á mat úr héraði og verður það því árstíðarbundið hvað verður í boði hverju sinni,“ segir Ása.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Skógardagur í Skorradal

Á morgun, laugardaginn 23. júní, verður haldinn skógardagur í Selskógi í Skorradal. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja máttarstólpa í skógrækt á... Lesa meira