Baldur Orri Rafnsson við vagninn góða. Ljósm. tfk.

Mæstro opnaður í Grundarfirði

Undanfarin ár hefur Baldur Orri Rafnsson rekið pylsuvagninn Meistarann í Grundarfirði við góðan orðstír. Nú hefur örlítil breyting orðið þar á, því Meistarinn heitir núna Mæstro Street Food. Einnig hefur útliti vagnsins verið breytt lítillega. Í stað rauða vagnsins sem staðið hefur í Grundarfirði undanfarin ár er vagninn núna svartur og stíhreinn. Góður rómur hefur verið gerður að þessari breytingu enda veitingarnar og matseðillinn lítið breyst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir