Þarna er búið að sturta malbikinu af Innnesvegi í innkeyrsluna á Leirá í Hvalfjarðarsveit. Ljósm. es.

Endurnýta malbikið

Fyrir helgi var Innnesvegur á Akranesi fræstur og var gamla malbikið endurnýtt á tveimur bæjum í Hvalfjarðarsveit. Þar var því dreift á innkeyrslur bæjanna og jafnað út. Næst var valtað yfir það og með tímanum mun það jafna sig og festast betur saman.

Svona malbik hefur ekki sama burð og það sem notað er á fjölfarna vegi en dugar vel fyrir innkeyrslur, bílastæði eða vegi þar sem umferð er lítil.

Líkar þetta

Fleiri fréttir