
Eldur í bát í Ólafsvík
Eldur kviknaði í Brynju SH í Ólafsvíkurhöfn í dag þegar miðstöð bátsins bilaði. Kviknaði eldurinn í olíumiðstöð í vélarrúmi í bátnum. Mikill reykur var og byrjuðu slökkviliðmenn að reykræsta um leið og komið var á staðinn. Minniháttar tjón varð á bátnum og enginn slasaðist.