Svipmynd frá vettvangi. Ljósm. Landhelgisgæslan.

Vélarvana bátur dreginn til hafnar

Áhöfn vélarvana skemmtibáts sem staddur var á Breiðafirði óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar laust eftir klukkan níu í morgun. Stjórnstöð Gæslunnar kallaði út sjómælingabátinn Baldur, en áhöfn hans var við mælingar skammt frá Brjánslæk. Brást áhöfn Baldurs skjótt við og var komin á vettvang um hálfri klukkustund síðar. Áhöfn skemmtibátsins fór um borð í Baldur sem ferjaði það til hafnar á Bjárnslæk með vélarvana bátinn í eftirdragi.

Sex voru um borð í skemmtibátnum þegar vél hans missti aflið; fjórir fullorðnir og tvö börn. Ekkert amaði að fólkinu og engin hætta var á ferðum. Björgunin gekk vel og greiðlega fyrir sig. Baldur var kominn til hafnar á Brjánslæk með hópinn aðeins tæpri klukkustund eftir að útkallið barst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir