Innkalla Stellu í gleri

Vínnes ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað 330 ml glerflöskur af bjórnum Stellu Artois. Ástæðan er sú að flöskurnar gætu innihaldið gleragnir. Innköllun á bjórnum nær aðeins til eininga sem renna út 6. desember 2018 og 7. mars 2019 og voru keyptar í verslunum Vínbúðarinnar eða í Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli eða Reykjavíkurflugvelli. Vörur sem falla undir innköllunina hafa þegar verið teknar úr sölu Vínbúðanna en mögulegt er að neytendur eigi óopnaðar bjórflöskur með þessum tveimur dagsetningum. Þeim sem kunna að eiga bjór í flöskum með ofangreindum dagsetningum er bent á að neyta þeirra ekki heldur skila til Vínness ehf. eða í næstu Vínbúð ÁTVR og fá nýja í staðinn, að því er fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir