Einn þurr dagur var í Ásgarði í maí

Nýliðinn maímánuður var einhver sá votasti í langan tíma á vestanverðu landinu og þó víðar væri leitað. Eyjólfur Ingvi Bjarnason í Ásgarði í Hvammssveit gerir vætutíð liðins mánaðar að umræðuefni á Facebook-síðu sinni. Úrkomumælir hefur verið á bænum síðan í september 1992 og meðalúrkoma í maí frá því mælingar hófust 52,2 mm. Í maí síðastliðnum mældist úrkoman hins vegar hvorki meiri né minni en 120,9 mm. „Einu sinni hefur mælst meiri úrkoma í maí, það var árið 1993 en þá komu ríflega 100 mm sama sólarhringinn, eða 8. maí 1993. Ég hugsa því að maí 2018 fari í sögubókina sem sá votviðrasamasti til þessa enda aðeins einn dagur sem engin úrkoma mældist, eða 31. maí,“ ritar Eyjólfur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir