Bangsar verða framvegis staðalbúnaður í sjúkrabílunum

Á þemadögum í febrúar unnu nemendur í Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar að áhugasviðsverkefnum, þar sem þau fengu að velja sér verkefni til þess að vinna. Ástrún Björnsdóttir nemandi í 5. bekk fékk þá hugmynd að útbúa bangsa til þess að gefa í sjúkrabílinn, þannig að þegar börn þurfa að nýta sjúkrabílinn fái þau bangsa til þess að knúsa og veita þeim hugarró. Nokkrir nemendur tóku sig til og saumuðu bangsa og á síðasta degi skólans kom Ásgeir sjúkraflutningamaður og tók við böngsunum fyrir hönd sjúkraflutningamanna í Borgarnesi. Ásgeir færði nemendum þakklætisgjöf fyrir hlýhug þeirra til sjúkrabílsins sem nemendur munu hengja upp í skólanum. Nemendum fannst frábært að Ásgeir skyldi koma á sjúkrabílnum að ná í bangsana og fengu þau í lokin að skoða inn í bílinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir