Það er mikið lagt upp úr því að halda umhverfinu fínu í kringum starfsstöðvar Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Á þessari mynd má sjá hvernig um er að litast í kringum sjúkrahúsið á Akranesi. Ljósm. mm.

Mikilvægt að hafa snyrtilegt umhverfi og sinna viðhaldi eigna

Heilbrigðisstofnun Vesturlands er rekin á átta starfsstöðvum um Vesturland og húsnæðið sem tilheyrir stofnuninni er alls um 20.000 fermetrar. Það er því alltaf nóg að gera hjá Halldóri Hallgrímssyni og samstarfsfélögum hans sem sjá um allt almennt viðhald á húsnæði, lóðum og búnaði stofnunarinnar víðsvegar um Vesturland. Blaðamaður Skessuhorns leit inn á HVE á Akranesi í síðustu viku og ræddi þar við Halldór um starfið og þær framkvæmdir sem framundan eru á húsnæði stofnunarinnar á næstu mánuðum. Halldór hefur verið deildarstjóri húsnæðis og tækja á HVE frá árinu 2000 en hann hefur unnið hjá stofnuninni frá árinu 1985 og segir að á þeim tíma hafi margt breyst. Stærsta og jafnframt jákvæðasta breytingin segir hann hafa verið þegar rekstrarfyrirkomulagi stofnunarinnar var breytt um aldamótin. „Nú er fyrirkomulagið með þeim hætti að HVE greiðir Ríkiseignum leigu fyrir afnot af húsnæði HVE og Ríkiseignir viðhalda húsnæðinu í samvinnu við stjórnendur HVE. Það er því alltaf ákveðið hlutfall af leiguverði sem fer í að halda við byggingum og ráðast í mikilvægar framkvæmdir á hverjum stað. Áður var allur rekstur stofnunarinnar inni í fjárlögum og þá var alltaf fyrst skorið niður í öllu viðhaldi og því margt sem sat á hakanum,“ segir Halldór.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir