Teikning af fyrirhuguðu fimleikahúsi sem verður sambyggt íþróttahúsinu við Vesturgötu.

Lægsta boð í fimleikahús 600 milljónir

Verktakafyrirtækið Spennt ehf. í Reykjavík átti lægsta tilboð í byggingu fimleikahúss við Vesturgötu á Akranesi, 607 milljónir króna. Var tilboð fyrirtækisins 40 milljónum lægra en næstlægsta boð, að því er fram kemur í fundargerð skipulags- og umhverfisráðs. Alls bárust sex tilboð, þau eru eftirfarandi:

  1. Þingvangur ehf., 773.136.873 kr.
  2. Munck Íslandi ehf., 658.493.786 kr.
  3. Þarfaþing h/f., 737.313.018 kr.
  4. Ístak h/f., 647.428.824 kr.
  5. Spennt ehf., 607.513.985 kr.
  6. Spennt ehf., frávikstilboð kr. 549.673.985 kr.

 

Skipulags- og umhverfisráð fól sviðsstjóra að ganga til samninga við Spennt ehf. um verkið. Fimleikahúsið við Vesturgötu á Akranesi verður 1.640 fermetrar að stærð og sambyggt íþróttahúsinu sem þar stendur. Stefnt er að því að verkinu verði að fullu lokið 12. júlí 2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir