Hæfileikamótun ungra knattspyrnuiðkenda

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í knattspyrnu fór á föstudaginn fram á Hellissandi. Þá voru æfingar fyrir Vesturland og Vestfirði hjá stelpum og strákum. Á æfingarnar voru mættir 17 strákar og 18 stelpur en það var Þorlákur Árnason yfirmaður hæfileikamótunar sem stýrði æfingunum. Jakob Skúlason stjórnarmaður heilsaði einnig upp á krakkana á æfingunum. Krakkarnir stóðu sig að vonum mjög vel á æfingunum og líklegt verður að teljast að þarna leynist landsliðsstúlkur og drengir framtíðarinnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir