Ari Gunn áfram hjá Skallagrími

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur endurnýjað samning sinn við Ara Gunnarsson sem tók fyrst við kvennaliðinu eftir minnisstætt tap á móti Njarðvíkurstúlkum í undanúrslitum Maltbikarsins í Laugardalshöll á síðasta tímabili, þá undir stjórn Spánverjans Ricardo Gonzalez Dávila. Ari náði að snúa blaðinu við eftir slæmt gengi um miðbik Íslandsmótsins. Liðið komst í úrslitakeppnina þar sem núverandi Íslandsmeistarar Hauka slógu Borgnesinga úr leik í undanúrslitum.

Ari er vel kunnugur herbúðum Skallagríms og spilaði sjálfur með meistaraflokki karla í efstu deild í um áratug.

Líkar þetta

Fleiri fréttir